sunnudagur, janúar 30

he´s just not that into you!!

áiiii brenndi mig á eldspýtu!!! og missti af rútunni í bæinn....og er í fokki í skólanum og með vaktaplanið í vinnunni minni....hvað um það, er komin heim, það kviknaði á kertinu og ég fer í tíma a morgun og í vinnuna.

i cant take me eyes offa u.....i cant take my mind offa u....... till I find somebody new.....

á föstudaginn varð ég fullorðin. ég fékk frí í vinnunni og fór og varð fáguð heimsvön kona, eða upplifði mig allavega rosalega þannig. ég og anna Kristín tókum sushi með okkur heim, kveiktum á kertum, opnuðum nokkra bjóra og rauðvínsflösku og horfðum á IDOL. Við ætluðum að vera á staðnum en þar sem að ég taldi mig ekki komast þá gaf Anna miðana, sem var svo bara hið fínasta mál eftir allt saman, þá má víst ekki sötra rauðvín í beinni útsendingu á stöð2....hvað um það, mér og önnu fannst við vera ekkert smá fágaðar og fullorðnar. við kusum stelpuna okkar áfram og það gekk eftir og svo fórum við að horfa á S A T C , ég held að ekki sé hægt að ímynda sér mikið betra föstudagskvöld....já og Díana naglalakkaði okkur með rauðu lakki, ef það er ekki grown up þá veit ég ekki hvað það er. ekkert djamm, bara heima í kósíheitum.

laugardaginn tók ég í enn meiri pæjuheitum. þar sem ég er orðin fullorðin kona þá þýðir ekkert annað en að skipuleggja laugardaginn sinn og nýta hann! ég og arna fórum í pæjuföt og fórum á nýja delicatessen sem ég er búin að vera að tala um frekar lengi, Moulin Rouge á Skólavörðustígnum. Það var næstum því allt að þessum stað, eins og mér fannst hann hafa mikla potential en neibbs, ekkert svoleiðis hér, nema við höfum lent á slæmum degi, ég veit það svo sem ekki en ég varð fyrir vonbrigðum. Ég meina ég bjóst ekki við að Ewan McGreggor kæmi aðsvífandi syngjandi My gift is my song og myndi svo taka mér í örmum sér og við myndum steypast í einn hollywood koss og svo.....nei ekki alveg, en ég bjóst allavega við Edith Piaf, þau voru með rauð ljós og allt. Ég bara skil ekki þegar einhver kemur með virkilega góða hugmynd en fylgir henni svo ekki á eftir....vonandi....ég á eftir að gefa henni annan sjens, en dæmi hver fyrir sig.

eftir að hafa setið þar yfir pain au chocolate og croissant fórum við í Mál og Menningu, til að halda þessum mikla skvísu laugardegi áfram, og ég get svo svarið fyrir það, ég hef aldrei áður skoðað svona mikið af bókum um kynlíf, ég held bara að ég hafi ekki séð svona mikið af bókum um kynlíf saman komið á einn stað, og ég hef farið í Hustler búðina í Hollywood..... svoldið spes, en það er nú literatur eins og hvað annað og sýnt á mjög...uhmm...faglegan og listrænan hátt sérstaklega þegar verið er að gefa svona tips, most informing. Það er nú samt takmarkað hvað skvísa á lausu getur eytt miklum tíma í að lesa svona fræði....þannig að ég fór heim og bjó um mig í rauðu satíni og fór í gegnum kjólana mína og fataslánna....ég hætti að telja þegar ég var komin upp í 27 kjóla....ohhhh the memories....... ég breyttist bara í Nancy Carpenter í 10 mín og söng og dansaði...nema ég var að dansa með Beyoncé.....

ég tók svo rútuna til keflavíkur og komst að einu merkilegu á gönguferð minni að BSÍ í mikilli rigningu og roki. Sko það skiptir engu máli hvað maður er að gera, hvað maður er að hugsa eða hvar maður er, ef rétt tónlist er í eyrunum þá zonast maður út. Þetta var ekkert smá skrýtið, ég bara datt út í öllu rokinu og rigningunni og það virðist hætta að skipta máli því að ég var að hlusta á Jeff Buckley....já siggan að deila með ykkur trúarlegri upplifun, ef slíkt má kalla. reyndar varð ég næstum fyrir bíl á leiðinni og var á góðri leið með að drukkna í einu polli þannig að kannski er ekki gott að missa sig alveg.

í keflavíkinni minni (by the way Idol þemi á föstudaginn næsta) þá fór ég í þorrablót til ömmu og afa. Það er e-ð svo gott við það að koma heim og vera með fjölskyldunni sinni....NEMA stundum ef það er mín fjölskylda sem er bara ekki fyrir alla skal ég segja ykkur... Ég veit allavega um 2 ex sem voru svoldir hræddir hvaða djúpu laug þær væru að fara útí, but I love them :) en já, öll systkinin hennar mömmu voru þarna ásamt mökum og börnum og vinafólk ömmu og afa. um leið og ég geng inn er ég spurð hvað sé það nýjasta úr heimi fávitanna eða deitlífinu mínu eins og ég kýs að kalla það, og hvaða fávita og aumingja ég sé að slá mér upp með núna....í miðri málsvörn minni um framboð og eftirpurn á markaðinum og skýjaða dómsgreind mína sökum ótímabærar gláku og athyglisbrests þá fékk ég gjöf.
Ég fékk bókina HE´S JUST NOT THAT INTO YOU sem er einmitt bókin sem Oprah fjallaði um í þarseinustu viku og var í S A T C í 6.seríu. Særún frænka vonar að hún muni stýra mér á rétta deit braut í lífinu og hætta að húkka upp á rolur og aumingja (þeirra orðaval, einn strákur sem ég hef verið með var undanskilin frá þessu...). Að sjálfsögðu upphófst mikill lestur úr bókinn fyrir framan alla þar sem horft var á mig með mikilli gleði en smá pity í augum, svo virðist vera að fjölskyldan mín les bloggið mitt og afi er hættur því hann höndlar ekki dramann....jæja jæja.
áfram með smjörið, þessi bók er snilld!!!!!!
ég hóa hér með til partýs heima hjá mér að Laugavegi 20B þar sem að reynslusögur verða sagðar og ég mun lesa valda kafla uppúr bókinni og taka að mér hlutverk Oprhu (sem auðvitað er mitt destiny á endanum....eins og allir vita, Sirrrý hvað?) og öskra á ykkur HE´S JUST NOT THAT INTO YOU!!! þetta mun spara mér svo mikin sálfræðikostnað og vonbrigði og tíma og gott ef ekki símareikning.....stelpur, komið og frelsist! kampavín í boðinu og skálum fyrir sokkum sem einfaldega eru bara ekki nógu skotnir í okkur, köld tuska í andlitið' en svona er það nú víst bara, það geta ekki allir verið skotnir í manni (það samt dá mann allir, það er ekki það sama).

mig vantar starfsmann í vinnu, einn virkur dagur í viku og svo einn um helgar? umsóknir takk, vantar strax á morgun!!

hjálpaðu mér upp...ég get það ekki sjálfur, ég er orðin leið á að liggja hér...gerum e-ð gott... gerum það saman...ég skal láta fara lítið fyrir mér.... hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna..........

allir að pæla aðeins í þessu lagi, daníel, það er ástæða fyrir táningsdýrkun minni á þér og það að ég kikni í hnjánum þessi fáu skipti sem ég rekst á þig......beibí beibí.

spurning um að fara að sofa, ég ætla að vakna snemma og taka þessa viku með trompi eftir tilfinningalegan rússíbana seinustu vikuna, he´s just not that into me!!! ;) takk Særún.

hey eru ekki allir með svona pælingu að keyra á öfugan vegarhelming á annan bíl?! allavega, ég labba framhjá Caruso oft á dag og á kvöldin og ég lít inn í hvert sinn en sé aldrei neinn sem ég þekki. einn daginn fór ég að spá hvernig það væri ef the object of my affection væri úti að borða með annarri stelpu...þannig að núna skanna ég alltaf staðin með ákveðin hnút í maganum og svona eiginlega býst við að sjá e-ð sem svo hefur ekki enn verið og sjá mig fyrir mér stoppa fyrir utan, í rigningunni, fara að gráta, gefa honum fokk merki, strunsa inn og missa mig og hella svo vatni framan í hann...nei kannski ekki alveg en samt, allavega fokk merki utan frá. á morgun ætla ég ekki að horfa inn.

ég hvet allar stelpur og ungar ný fullorðnar konur til að koma og hlusta á fyrirlesturinn minn og segja reynslusögur og fá svör við þessum pirrandi hlutum sem hafa nagað okkur en þeir virðast ekki eyða mínútu í..... 12.feb sætu skvísur!!! hey Ljósa mín á meira að segja afmæli þá....

ég er farin að kúra í satíninu..ég er komin með svona svefn rútínu eftir að það varð bara ég og blacky og ég er orðin frekar nicely háð de stressing rútínunni.....

i put a spell on you...cause your mine.... ;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður lestur enn á ný verð aldrei f. vonbrigðum. En með þessa bók, búin að heyra um hana og kynna mér hana aðeins. það er ekki hægt að segja þetta um alla karlmenn varla um 50% af karlkyninu. En fínt fyrir ykkur að lesa en að segja við konu að ég væri ekki in 2 her á ekki að gera nema stelpan er potential stalker.
Ef ég geri það þá er ég búin að gefa closiure sem mun þá loka á framtíðar booty call sem leikmaður á ekki að gera. Núna hljóma ég eins og remba en u know thats the game. Know it be4 u play it!!. Sex is good og afhverju á ég að loka á gott kynlíf með að segja im not in 2 u?? Answer me please!! Foreldrar stelpna geta verið erfiðir fyrir karlmenn þar sem fáir ef enginn karlmaður er nógu góður fyrir litlu prinsessuna sína. En það kemur samt alltaf með tímanum. Ég hugsa að ég yrði eins ef ég ætti litla prinsessu. og farðu nú að nefan þessa menn sem þú hefur verið að deita þegar´þú komentar um þá og þá sem þú ert eitthvað að skoða núna. Forvitinn um hvort ég þekki einhvern. En hver er það sem stóð sig vel þ.e. var ekki aumingji eða rola?

Mystery Man

p.s. man að ég ætlaði að benda þér á að nota ctrl + z þegar alllt storkast út hjá þér. Þá ætti það að koma upp aftur.

Nafnlaus sagði...

Hæ Sigga mín
ég var að heyra af einhverju he's just not that in to you partýi...hvenær á ég að mæta??
ég ætti að geta haft einhverjar sögur í pokahorninu.
Kveðja Kristrún

Sigga Dögg sagði...

takk fyrir gott innlegg myster man en þú ert e-ð að misskilja bókina held ég.....það er ekkert að bólarara samböndum og kasúla flingi hér og þar NEMA þegar við stelpurnar viljum e-ð meira en þið bara stringið okkur áfram á afsökunum eins og tilfinningalega bældir eða e-ð álíka gáfulegt!!!
en já as far as sokkarnir í mínu lífi...ég held því bara fyrir sjálfa mig, en ég skal segja þér það á msn.... muhahaha.
ég held að fyrsta ástin mín sé sá eini sem fjölskyldan mín samþykkti...tók meira að segja lunch fund um hvar hann væri nú staddur í dag og hvort að ég gæti ekki bara fengið hann aftur....yes...

Kristrún, hlakka til að sjá þig beibs!

Nafnlaus sagði...

mín kynni af bókinni er sú að hluta til gefi hún til kynna hvernig hegðun okkar er að segja að við erum ekki in 2 u, með að búa til fáranlegar afsaknanir t.d. að ég væri það upptekin að ég gæti ekki hringt, sem er crap því ef ég væri in 2 u þá myndi ég búa til tímann að hringja í dömuna. Það sem ég vildi meina var að það á ekki að segja það beint við konuna. Þá ertu að gefa closeur, við eigum frekar að halda áfram eins og vitleysingar með fáranlegar afsakanir til að reyna halda opnu booty call. Þar sem engin bók er eftir að kenna ykkur að hætta ofer analysa sambönd, en það gefur okkur smá hope til að fá smá fling sex. En þú átt bókina og ættir kannski að kvóta í hana ( eða sex and the city þar sem bókin er inspired frá þætti í þáttaröðinni) og proof me wrong, im a man i can take it ( þýðir samt ekki að bókin sé rétt). Já og með sokkana þína skil nafnleysið, þar sem þú labbaðir í þeim, á þeim, yfir þá og fleygðir þeim síðan. ;) ,dró ályktunina frá nafngift þinni að kalla þá sokka.... muhahaha

one girls sock will be another girls husband.....

Mystery Man

Sigga Dögg sagði...

hmmm...point taken EN sko stundum er alveg hægt að eiga í kasúal sex flingi ef stemmingin er þannig líka frá STELPUNNI en þessi bók er að reyna að segja; hættu að verja hann þegar hann er ítrekað að særa þig..... þetta er allt e-ð sem stelpur upplifa sem særinidi and thus the book, það er ekkert verið að baktala booty call. ég veit nú ekki betur en þegar það er á hreinu að samband sé EINGÖNGU í booty call þá er þetta ekki vandamál; d: LISA: "Greg, my boyfriend of 6 months told me he cheated on my last week, he said it was the first time and he was really sorry and she (cheating bitch) was a mistake he will never do again. He really does love me and is really nice to me when we are together but thera have been a few occasions where I have felt like something has been going on. Should I forgive and forget or should I listen to my gut?"
GREG: "Dear miss keeping the faith; HES JUST NOT THAT INTO U!! why would he cheat on you even if he said it was a mistake, let me tell you honey, he´s the mistake! A guy that loves you and is into u would a)never cheat b)never make you feel like something is goin on c)go on sleeping wiht you with a smirk on his face....

hvað varðar sokka þá er þetta frá sollu vinkonu, ég kýs að nota vídjóspólur og vídjóleigur.... stundum skilar maður einnig spólu og tekur aðra en maður getur líka alltaf leigt gömlu myndina aftur...ef hún er inni..
ég held að ég hafi bara verið vond við einn strák þannig að svona sokka plæing er í akkúrat öfuga átt, ég er sokkurinn hanns...oná,undir,hent í þvott og gert gat ;)
en já sem betur fer leigja aðrar stelpur sömu spólurnar og maður sjálfur....